Um mig:
Eftir margra ára reynslu á vinnumarkaði, í góðri stöðu hjá stóru og virtu íslensku fyrirtæki, ásamt því að reka 5 barna fjölskyldu í tveimur löndum, með aukavinnu sem danskennari, fór ég að finna fyrir depurð og streitueinkennum sem ég reyndi ad horfa framhjá í nokkur ár. Ég opnaði augun fyrir jóga og hugleiðslu, en var það orðið of seint til þess að koma í veg fyrir mína kulnun. Við tók mikil sjálfsvinna og vakning fyrir eigin líðan og heilsu. Ég ákvað að taka u-beygju, nýja stefnu þar sem markmiðið var að hægja á, VERA glöð og hraust. Þegar leið mín lá næst í jógakennaranám í Þýskalandi, fékk ég heilablóðfall, sem ég komst, með æðri mætti og læknamætti, yfir á no time:-). Kennaranáminu lauk í byrjun 2023, og núna er ég rétt að byrja að dreifa rónni, ástinni, gleðinni og líkamlegri og andlegri vellíðan í gegnum hugleiðslu, jóga og danskennslu til ykkar.